22.4.2008 | 13:06
Hversu vitlausir geta þessir menn verið?
Þetta blogg á nú ekki að vera um þjóðmálin en ég trúi bara ekki þessari frétt.
Hversu mikla óvirðingu er hægt að sýna þjóðhöfðingja þessarar landlausu þjóðar? Halda þessir hálfvitar að Palestína sé eitthvert olíuveldi eða hvað?
Palestínska þjóðin býr við skelfilega neyð sem við flest getum ekki einu sinni ímyndað okkur hvað þá meira. Ástandið á svæðinu virðist vonlaust en ef forseti Íslands getur eitthvað gert til að miðla málum finnst mér að hann ætti að fá frið til þess. Ég skammast mín fyrir að vera Íslendingur.
Bílstjórar stefna að Bessastöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mæltu manna heilust
Elínbjört (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 13:35
Alveg er ég innilega sammála þér. Þetta eiginhagsmunapot trukkaragreyjanna á ekkert erindi fyrir utan forsetabústaðinn. Hér skortir verulega á virðingu fyrir öðru fólki og sérstaklega fólki sem hefur ekkert með vandamál þessara manna að gera.
Birta (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 17:37
Ertu að kalla mig hálfvita? í grófu dráttum er þetta meinyrði
Skammast mín að vera sama þjóðar og þú!
Gvendur Atvinnubílstjóri
Guðmundur Karl Magnússon, 22.4.2008 kl. 21:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.