Enn á lífi

Við erum öll enn á lífi þrátt fyrir að hafa étið sporðdreka. Þeir voru enn spriklandi á spjótunum þegar við keyptum þá en svo tók kokkurinn til við að steikja. Nokkrum mínútum seinna stóðum við með spjótið í höndunum og Elmar, hvatamaðurinn að þessu öllu, ætlaði sko ekki að smakka. Jói og Hansi voru ólmir í að vera fyrstir en ég fylgdi í kjölfarið og að lokum Elmar. Það er skemst frá því að segja að sporðdrekinn bragðaðist ágætlega og við værum til í fleiri. Hansi á vídeó af þessu öllu saman ef þið trúið okkur ekki.

Í dag skoðuðum við meðal annars matarmarkað þar sem ALLT var í boði, meðal annars sæhestar, krossfiskar, slöngur og meira að segja hundakjöt. Við þökkuðum pent fyrir en smökkuðum hins vegar grillað dádýr sem var prýðilegt.

Hér hefur tekið sig upp mikið töframannaæði. Þetta byrjaði með því að Elmar keypti sér kassa með galdradóti og náði strax tökum á nokkrum göldrum, þar á meðal galdri þar sem hann lætur eldspýtu fljóta í lausu lofti yfir spili og falla svo niður á spilið, sem ég SKIL ALLS EKKI. Þeir keyptu sér svo sitt hvort settið áðan og svo tók ég að mér að prútta fyrir tvö önnur sett. Menn eru mikið að æfa sig og þegar heim er komið verður sko sett upp mikil sýning. Þeir bræður hafa alla vega eitthvað fyrir stafni á meðan.

Á morgun ætlum viðað skoða sumarhöllina og kannski eitthvað fleira.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get varla beðið eftir því að koma til ykkar og sjá töfrabrögðin, kannski verðið þið komin svo langt í töfrabrögðum að hægt verður að gera mann ósýnilegan. Ég er hrædd um að ég verð ekki eins viljug að prófa framandi mat eins og þið voruð að borða, eða!!!!!!!!!!!! Kveðja Elínbjörg

Elínbjörg (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 19:01

2 identicon

Alveg dæmigert fyrir Elmar!!!  En þú ert hugrökk...ég get ekki sagt annað!

Ellý (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 11:57

3 identicon

Þú mannst það að Hans var duglegur að minna okkur á að FÓLK BORÐAR en DÝR ÉTA

Elínbjörg (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 20:26

4 Smámynd: Margrét Tryggvadóttir

Jaaá, en við sátum nú ekki beinlínis við borð.

Margrét Tryggvadóttir, 6.4.2008 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband