18.5.2008 | 01:04
Komin í mark
Hæ, hæ,
ég ætlaði bara að láta vita af mér - ég er sem sagt komin heim aftur eftir ævintýralega og ótrúlega skemmtilega för, fyrst til Beijing og á múrinn, í litla sveitaborg og svo aftur á múrinn í gær þegar hlaupið fór fram. Ferðasagan verður að bíða en ... mér tókst að hlaupa þessa 21 kílómetra, fyrri helminginn í fjalllendi og á múrnum en seinni helminginn í nærliggjandi þorpum. Mér fannst þetta skítlétt ... alveg þar til tveir kílómetrar voru eftir. Þá varð ég allt í einu bensínlaus og með lungun full af sóti eftir hlaupin í þessum þorpum þar sem kolareykurinn sveif um loftið svo sveið í lungun. Ég kemst ekki inn á síðu hlaupsins þannig að ég sé ekki hvar ég var í röðinni en samkvæmt nýja fína gps tækinu kláraði ég á þremur tímum og sextán mínútum sem ég er bara sátt við. Ég er nú einu sinni dvergur! Almennt er miðað við að maður sé 50% lengur að hlaupa þetta hlaup en venjulegt maraþon vegna þess hve fyrri hluti leiðarinnar er seinfær. En ferðasagan kemur seinna - nú ætla ég í bað og svo ætlum við út að borða og túrhestast svolítið hér í Shanghai.
Athugasemdir
Til hamingju með afmælið frá Frikka og Sóley
Frikki (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 13:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.