11.3.2008 | 00:41
Afmćli og fyrsti skóladagurinn
Hann Hansi okkar átti afmćli á laugardaginn og er orđinn 15 ára, hvorki meira né minna. Bođiđ var upp á egg og beikon, uppáhaldsmorgunmatinn hans og svo einhverja kökuómynd sem ég fann í búđinni. Kínverjar baka almennt ekki og hér er ekki ofn. Hans fékk nokkrar gjafir ađ heiman og heillaóskir í tölvupósti og svo hafđi veriđ farin verslunarferđ hér í Shanghai. Bróđir hans gaf honum bćđi borđtennissett og babmíntonsett enda er ađstađa til slíkrar iđkunar hér í húsinu og á lóđinni. Kínverjar taka borđtennisiđkun sína mjög alvarlega og ţegar viđ vorum ađ leita ađ svona sćmilegu setti fundum viđ búđir sem voru sérhćfđar í borđtennisvörum og seldu ekkert annađ og spađarnir rándýrir. Viđ enduđum í kaupfélaginu enda stefnum viđ ekki á ólympíuleikana í borđtennis.
Frikki og Sóley og afi og amma, Grćnahjalla, buđu afmćlisbarninu út ađ borđa í afmćlisgjöf og fundum viđ frábćran stađ međ kínverskan mat ţar sem viđ borđuđum í hádeginu. Ţar voru ţjónar á hverju strái og strákarnir fengu kóngameđferđ. Svo var haldiđ á Shanghai Museum sem er eins konar ţjóđminjasafn. Hansi hefur alltaf veriđ mikiđ fyrir slíkt en bróđir hans finnst hann skođa svona söfn full nákvćmlega. Hann skođar bókstaflega allt. Ţarna var líka margt ađ skođa og spegúlegra. Viđ héldum svo á pítsastađ í kvöldmat og á Coldstone ísréttastađ í eftirréttinn. Svo komum viđ viđ hjá einum af götusölunum hérna og völdum okkur bíómynd á DVD á heilar 65 krónur íslenkar.
Daginn eftir var haldiđ í Lazer Tag. Áhugi hafđi veriđ á ađ gera slíkt á afmćlisdaginn en ţá var allt upppantađ. Viđ fórum ţví í heljarinnar byssuleiki í hádeginu á sunnideginum og komum öll rennsveitt út.
Í gćr rann loks fyrsti skóladagurinn upp. Hann hófst reyndar frekar brösulega ţví skólabíllinn fann okkur ekki og viđ ekki hann. Jói var farinn í lestina en ég ćtlađi beint út ađ skokka og var ekki međ símann á mér. Jói sneri ţví viđ til ađ láta okkur vita en ţá var bíllinn farinn. Ég tók ţví bara leigubíl međ strákana og vorum viđ komin vel tímanlega. Ţeir komu svo međ skólabílnum til baka, sćlir og glađir. Elmar var himinlifandi međ fyrsta skóladaginn og hafđi eignast ţrjá nýja vini; Roman frá Rússlandi, Peter sem hann man ekki hvađan er og einn frá Ungverjalandi sem hann man ekki hvađ heitir. Honum fannst mjög gaman í skólanum en leikfimikennslan olli honum vonbrigđum. Honum fannst hún alls ekki nógu markviss. Frímínúturnar eru lengri en heima ţannig ađ hann komst í fótbolta og er, ađ eigin sögn, bestur í fótbolta í bekknum. Hann lćrđi svo bara heima í skólabílnum.
Hansi var nú ekki alveg svona jákvćđur en fannst ţetta ágćtt. Hann vingađist viđ einhverja stráka en kynnist ţeim betur síđar. Hann er í fjölbrautarkerfi ţannig ađ hann var ekki međ sömu krökkunum í öllum tímum.
En lífiđ er ekki bara eintóm gleđi. Í gćrkvöldi fengum viđ ţćr hörmulegu fréttir ađ Jakob Örn Sigurđarson, félagi Elmars úr fótboltanum, vćri látinn en hann veiktist á fimmtudaginn. Elmari og okkur öllum var mjög brugđiđ. Ţeir Jakob voru jafnaldrar og hafa ćft saman í nokkur ár. Ţeir voru yfirleitt í sama liđi á mótum, t.d. á Shellmótinu í Vestmannaeyjum í fyrra og voru miklir mátar. Elmar treysti sér ekki í skólann í morgun svo viđ erum tvö heima núna og ćtlum ađ hafa ţađ rólegt í dag.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.