Komin til Kína

Jæja, þá erum við loks kominn til Kína. Allt fram að síðustu stundu fannst mér þetta svo óraunverulegt og að eitthvað hlyti að koma upp á svo við kæmumst ekki en hér erum við nú. Við vorum að vísu nærri því búin að missa af tengifluginu því Flugleiðavélin var sein fyrir, hálftíma eftir fyrirhugaðan brottfarartíma átti t.d. enn eftir að afísa vélina var okkur tilkynnt í hátalarakerfinu eins og ekkert væri eðlilegra. Í London gátum við svo ekki lent vegna hinnar hefðbundnu umferðar og hringsóluðum um stund yfir borginni. Eftir lendingu tókum við hins vegar bara boot campið á þetta og hlupum milli terminala með kerrur með öllum okkar 87 kílóa farangri. Við vorum ekkert sérstaklega vinsæl meðal annarra vegfarenda en hei, við náðum vélinni.

Strákarnir voru svakalega góðir á leiðinni - jákvæðir og kurteisir. Planið hjá mér var að sofa í vélinni enda ekki mikið sofið nóttina fyrir brottför og kominn dagur í Kína þegar við lentum. Ég fann mér þennan fína heimildaþátt til að sofa yfir og steinsofnaði en hrakk upp með andfælum þegar Jói ákvað að slökkva á þættinum því ég væri sofnuð. Arg ...

Gærdagurinn fór því í að hvíla sig og skoða nánasta umhverfi. Við erum á hóteli á skólalóðinni hans Jóa og höfum það bara fínt. Í gær fórum við tvisvar út að borða. Í fyrra skiptið fundum við einhvern stað þar sem enginn talaði ensku og pöntuðum einhverja fjóra rétti. Þar fengum við svínakjöt, kjúkling (vona ég), skjaldböku í þarasósu sem var bara fín og svo einhvern niðurbrytjaðan smáfugl með beinum. Allt var þetta mjög gott. Um kvöldið vorum við lúin og vildum eitthvað kunnuglegra. Því fundum við "pítsastað" en var svo tilkynnt að því miður fengjust þar engar pítsur, en við fengum öll ágætan mat í staðinn. Staðurinn var skreyttur jólaskrauti sem hékk niður úr sprinklerunum í loftinu. Efast um að þeir myndu gera mikið gagn ef kviknaði í, svo rækilega var þeim pakkað inn í silfraðar grenilengjur. Í andyrinu var jólatré í fullum skrúða og jólalög hljómuðu í hátölurunum.

Í morgun vöknuðum við um fimmleytið, hress og kát. Jói fór að læra en ég dreif mig út að hlaupa um leið og birti. Ég skokkaði um alla skólalóðina og fann að lokum íþróttasvæði þar sem fjöldi manns skokkaði á 400 m hlaupabraut. Fæstir voru mjög íþróttalega klæddir, sumir í straujuðum skyrtum og stífpressuðum buxum. Mér til mikillar undrunar og gleði hljóp ég fram úr öllum. Ég sem er alltaf með þeim síðustu í hlaupunum í stígvélabúðunum og hef haft það mér til afsökunar að vera stutt í annan endann - aðallega þann neðri. Hér er fólk hins vegar almennt með frekar stuttar lappir og ekkert að flýta sér. Einn ungur maður hljóp þó hraðar en ég en hann var nú líka í íþróttagalla og afar einbeittur á svip! Ég náði þó að taka framúr honum og halda forskotinu einn hring. Í lokinn kom svo maður sem var hreinlega í hlaupabuxum og svaka formi og bað mig um að fara í kapp. Ég var til í það og náði að vinna hann. Á íþróttasvæðinu var líka fullt af fólki í svona kínverskri leikfimi sem virðist ganga út á að hreyfa sig mjög hægt. Efast um að hún teljist til loftháðra æfinga.

Jói er núna á skrifstofunni að láta vita af komu sinni. Á eftir förum við svo í heimsókn í skóla strákanna og vonandi að skoða íbúðir líka.

Sem sagt, stuð í Kína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að heyra frá ykkur, Loki fór í gærkveldi um kl 9, þegar konan kom að sækja hann þá hljóp hann á móti henni alveg eins og hann þekkti hana og vissi að hann ætti að fara, mátti ekki vera að því að kveðja. Hann var mjög góður og labbaði við hliðina á okkur þegar við fórum í göngutúrana. Bið að heilsa ykkur

elínbjörg (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 07:19

2 identicon

Hei...kannski er allt öfugt í Kína...jólin í febrúar, þú hleypur hratt, engin pítsa á pítsustaðnum!!!  Ertu kannski hávaxin líka?

Ellý (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 09:18

3 identicon

Hæ þarna í Kínaveldi

 Gaman að heyra að allt hafi gengið vel.  Hlakka til að frétta áfram af ævintýrum ykkar on the other side of the world.

Kveðjur úr Kópavoginum

Kristín P og Keli kisi :o)

Kristín P (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 13:05

4 identicon

sælar, magnað að geta fylgst aðeins með 

...þinn tími er greinilega kominn í hlaupunum  enda sannur bootari hehe

Njóttu lífsins, kv Erla

Erla Hrönn (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 20:37

5 identicon

Hæhæ,

Loki vildi að ég kastaði á ykkur kveðju

Loki liggur hérna og hlýjar mér á tánum eins og er, hann er bara sáttur með lífið. Hann er alveg ferlega ástanginn af Heru   sem er ekki  alllllveg eins hrifin, finnst hann full ágengur  Við fórum í smá fjöruferð í gær, gleymdi náttlega myndavélini, reyni að setja fljótelga inn einhverjar skemmtilegar myndir af gaurnum svo þið getið fylgst með honum.

Ferðin hefur greinilega verið heilmikið ævintýri, bið, hlaup og stress. 

Gangi ykkur vel, það verður gaman að fylgjast með hvernig er að búa í Kína!

Kveðja úr Hundakofanum  (elska svona broskalla hehe)

Stella Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband